Skrifstofa Hanae Mori staðfesti andlátið í gærkvöldi. Hanae Mori sló í gegn á áttunda áratugnum en hún var talin vera ein af táknmyndum hins breytta Japans, sem nútímaleg og nýtískuleg þjóð.

Hún hannaði föt fyrir konur á borð við leikkonuna Grace Kelly og bandarísku forsetafrúna Nancy Reagan. Þá hannaði hún brúðarkjól japönsku keistaraynjunnar Masako.
Fyrirtæki hennar hannaði föt, en einnig handtöskur og ilmvötn. Á fatnaðinum var jafnan að finna fiðrildi sem varð til þess að hún fékk viðurnefnið Madame Butterfly.
Hanae Mori fæddist í vesturhluta Japans árið 1926 og stundaði bókmenntafræði í Tókýó áður en hún gerðist fatahönnuður. Í upphafi ferilsins hannaði hún sérstaklega búninga á leikara í kvikmyndum.