„Ég get ruglað og bullað með Guðna“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 21:30 Hilmar Örn ætlar að rugla og bulla með Guðna Val í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag. Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42
Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12