Keppir í kvöld því Súperman-stökkið virkaði Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 16:01 Joao Vitor de Oliveira kom sér í mark með svakalegum tilþrifum á EM. Getty/Matthias Hangst Joao Vitor de Oliveira er orðinn frægur fyrir stökkin sem hann tekur yfir marklínuna á frjálsíþróttamótum og það heppnaðist fullkomlega hjá honum í gær, í undankeppninni í 110 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að hafa eitt sinn rifbeinsbrotnað við að kasta sér yfir marklínuna þá hættir Oliveira ekki að taka sín Súperman-stökk. Í gær dugði það honum til þess að vinna sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara í kvöld, og það munaði aðeins 2/1000 úr sekúndu. Hér að neðan má sjá stökkið. That dive to the line was timed to perfection! Joao Vitor De Oliveira qualifies for the 110m hurdles semifinal...by 0.002! #Munich2022 #BackToTheRoofs pic.twitter.com/pQlvlHeLsL— European Athletics (@EuroAthletics) August 16, 2022 Oliveira og Belginn Michael Obasuyi hlupu raunar báðir á 13,90 sekúndum en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Oliveira hefði eftir stökkið sitt náð að vera örlítið á undan. Oliveira keppir á EM fyrir hönd Portúgals en hann keppti áður fyrir hönd Brasilíu, til að mynda á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem stökk hans yfir marklínuna vakti einnig mikla athygli. „Ég geri þetta alltaf. Þetta var ekkert slys,“ sagði Oliveira eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir löngu síðan. Ef ég er í einhverri baráttu þá hendi ég mér fram. Ég gerði þetta á HM í Kína og braut rifbein. Fólk segir mér að vera ekki að gera þetta en ég geri þetta. Þetta kemur frá hjartanu,“ bætti hann við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa eitt sinn rifbeinsbrotnað við að kasta sér yfir marklínuna þá hættir Oliveira ekki að taka sín Súperman-stökk. Í gær dugði það honum til þess að vinna sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara í kvöld, og það munaði aðeins 2/1000 úr sekúndu. Hér að neðan má sjá stökkið. That dive to the line was timed to perfection! Joao Vitor De Oliveira qualifies for the 110m hurdles semifinal...by 0.002! #Munich2022 #BackToTheRoofs pic.twitter.com/pQlvlHeLsL— European Athletics (@EuroAthletics) August 16, 2022 Oliveira og Belginn Michael Obasuyi hlupu raunar báðir á 13,90 sekúndum en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Oliveira hefði eftir stökkið sitt náð að vera örlítið á undan. Oliveira keppir á EM fyrir hönd Portúgals en hann keppti áður fyrir hönd Brasilíu, til að mynda á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem stökk hans yfir marklínuna vakti einnig mikla athygli. „Ég geri þetta alltaf. Þetta var ekkert slys,“ sagði Oliveira eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir löngu síðan. Ef ég er í einhverri baráttu þá hendi ég mér fram. Ég gerði þetta á HM í Kína og braut rifbein. Fólk segir mér að vera ekki að gera þetta en ég geri þetta. Þetta kemur frá hjartanu,“ bætti hann við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum