Hylltur sem hetja eftir að hafa hætt að hlaupa til að hjálpa keppinauti á EM Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Nahuel Carabana stoppaði til að hjálpa hinum danska Axel Vang Christensen þrátt fyrir að vera í miðri keppni í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Getty/Matthias Hangst Það er afar sjaldgæft að keppanda á stórmóti sé klappað lof í lófa af öllum viðstöddum, komi hann langsíðastur í mark. Sú var þó raunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi á EM í frjálsíþróttum í gær. Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum