Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:30 Áætlað er að vélarnar muni líta svona út. Mynd/Boom Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld. Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf