Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 14:35 Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu. Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu.
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31