Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík Elísabet Hanna skrifar 16. ágúst 2022 13:10 Flugeldasýningin stendur ávallt upp úr á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér. Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Sjá meira
Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér.
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Sjá meira
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36