Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 12:00 Bjarni segir það vekja athylgi hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum, þeir búi nú yfir tugmilljóna króna sjóðum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. „Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“ Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
„Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira