Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. ágúst 2022 21:31 Séð yfir gönguleið A að gosinu. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Sjá meira
Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Sjá meira
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24
Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40