Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi? Helga Þórólfsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 18:00 Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun