„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Hnífaárásin átti sér stað á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn. Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn.
Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57