Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn klukkan 18.30 en hálftíma áður fer af stað leikur Keflavíkur og KR en hann verður sýndur á Bestudeildarrásinni.
Sýnt verður svo frá leik Fram og Leiknis á hliðarrás Bestu deildarinnar númer 2 en sá leikur verður flautaður á 19.15.
Þessum leikjum verður svo gerð ítarleg skil í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Boltinn heldur áfram að rúlla á Ítalíu í dag en leikir Hellas Verona og Napoli og Juventus og Sassuolo verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn í Verona er á dagskrá klukkan 16.20 og í Tórínó klukkan 18.35.
Gametívi er svo á dagskrá á Stöð 2 ESPORT klukkan 20.00.