Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 14:31 Getty Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. Sé litið til Disney+, Netflix og Warner Bros. Discover, sést glögglega að verið er að hækka áskriftarverð, draga úr kostnaði og finna nýjar tekjulindir. Sambærilegar vendingar urðu á markaði samfélagsmiðla á árum áður, þegar fjárfestar fóru að leggja mun minni áherslu á notendafjölda og fóru þess í stað að horfa til tekna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að þeim hluta steymisstríðsins þar sem áhersla er umfram allt lögð á fjölgun notenda sé lokið. Nú sé hagnaður í forgangi. Ódýrari áskriftir og auglýsingar Til að mynda var tilkynnt í vikunni að áskriftarverð Disney+ yrði hækkað en ný og ódýrari áskriftarleið þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar kynnt til leiks. Þetta var tilkynnt eftir að í ljós kom að Disney+ var komin með stærri áskrifendahóp en Netflix. Vert er að taka fram að forsvarsmenn Netflix þræta fyrir það og segja forsvarsmenn Disney margtelja suma áskrifendur. Átta dala áskrift að Disney+ kostar nú ellefu dali en þeir sem vilja verða áskrifendur og horfa á auglýsingar munu nú borga átta dali fyrir. Þá tilkynntu forsvarsmenn Netflix fyrr í sumar að til stæði að auka tekjur fyrirtækisins með því að byrja að sýna auglýsingar á sambærilegan mátta og Disney. Boðið yrði upp á ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Sjá einnig: Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Umfangsmikill niðurskurður Í hinu nýsameinaða fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hefur áherslan verið lögð á umfangsmikinn niðurskurð til að draga úr kostnaði. Það vakti gífurlega athygli á dögunum þegar forstjóri fyrirtækisins hætti við útgáfu tveggja kvikmynda sem voru ætlaðar streymisveitunni HBO Max. Þar er um að ræða kvikmyndirnar Batgirl, sem var mjög langt komin í framleiðsluferlinu, og Scoob. Framleiðsla Batgirl er sögð hafa kostað um níutíu milljónir dali en í stað þess að gefa myndina út var framleiðslunni hætt. Ástæðurnar fyrir því eru sagðar vera áherslubreyting hjá yfirmönnum Warner Bros. Discovery og skattaafslætti sem ákvörðunin gerir fyrirtækinu kleift að nýta. Bæði Warner Bros og Discovery voru með streymisveitur, HBO Max og Discovery+. Nú stendur til að sameina þær undir nýju nafni á næsta ári. Í millitíðinni er útlit fyrir að HBO Max bjóði upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum. Ekki er búist við því að veiturnar verði aðgengilegar hér á landi fyrr en árið 2024. Minni fjölgun en meira áhorf Einn sérfræðingur sem rætt var við í grein WSJ segir að þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölgun notenda og sífellt fleiri flakki milli streymisveitna, verji fólk sífellt meiri tíma í að horfa á efni frá streymisveitunum. Sú þróun gerir birtingu auglýsinga enn meira aðlaðandi fyrir forsvarsmenn streymisveitna. Hingað til hafa streymisveitur verið að mestu reknar með tapi og greinendur Warner Bros. Discovery búast við því að þessi taprekstur muni ná hámarki á þessu ári. Þeirra veitur verði reknar með hagnaði árið 2024. Svipaða sögu er að segja af áætlunum varðandi Disney+. Sú streymisveita á að skila hagnaði fyrir september 2024. Frá því Disney+ var opnuð árið 2019 hefur streymisveitan verið rekin með rúmlega sjö milljarða dala tapi. Lauslega reiknað samsvarar það tæplega billjón króna. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Disney+ hefði verið rekin með milljarða dala hagnaði. Þar átti að standa tapi og hefur fréttinni verið breytt. Bíó og sjónvarp Disney Netflix Amazon Tengdar fréttir Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair. 11. ágúst 2022 16:02 Ísflix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 9. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sé litið til Disney+, Netflix og Warner Bros. Discover, sést glögglega að verið er að hækka áskriftarverð, draga úr kostnaði og finna nýjar tekjulindir. Sambærilegar vendingar urðu á markaði samfélagsmiðla á árum áður, þegar fjárfestar fóru að leggja mun minni áherslu á notendafjölda og fóru þess í stað að horfa til tekna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að þeim hluta steymisstríðsins þar sem áhersla er umfram allt lögð á fjölgun notenda sé lokið. Nú sé hagnaður í forgangi. Ódýrari áskriftir og auglýsingar Til að mynda var tilkynnt í vikunni að áskriftarverð Disney+ yrði hækkað en ný og ódýrari áskriftarleið þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar kynnt til leiks. Þetta var tilkynnt eftir að í ljós kom að Disney+ var komin með stærri áskrifendahóp en Netflix. Vert er að taka fram að forsvarsmenn Netflix þræta fyrir það og segja forsvarsmenn Disney margtelja suma áskrifendur. Átta dala áskrift að Disney+ kostar nú ellefu dali en þeir sem vilja verða áskrifendur og horfa á auglýsingar munu nú borga átta dali fyrir. Þá tilkynntu forsvarsmenn Netflix fyrr í sumar að til stæði að auka tekjur fyrirtækisins með því að byrja að sýna auglýsingar á sambærilegan mátta og Disney. Boðið yrði upp á ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Sjá einnig: Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Umfangsmikill niðurskurður Í hinu nýsameinaða fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hefur áherslan verið lögð á umfangsmikinn niðurskurð til að draga úr kostnaði. Það vakti gífurlega athygli á dögunum þegar forstjóri fyrirtækisins hætti við útgáfu tveggja kvikmynda sem voru ætlaðar streymisveitunni HBO Max. Þar er um að ræða kvikmyndirnar Batgirl, sem var mjög langt komin í framleiðsluferlinu, og Scoob. Framleiðsla Batgirl er sögð hafa kostað um níutíu milljónir dali en í stað þess að gefa myndina út var framleiðslunni hætt. Ástæðurnar fyrir því eru sagðar vera áherslubreyting hjá yfirmönnum Warner Bros. Discovery og skattaafslætti sem ákvörðunin gerir fyrirtækinu kleift að nýta. Bæði Warner Bros og Discovery voru með streymisveitur, HBO Max og Discovery+. Nú stendur til að sameina þær undir nýju nafni á næsta ári. Í millitíðinni er útlit fyrir að HBO Max bjóði upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum. Ekki er búist við því að veiturnar verði aðgengilegar hér á landi fyrr en árið 2024. Minni fjölgun en meira áhorf Einn sérfræðingur sem rætt var við í grein WSJ segir að þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölgun notenda og sífellt fleiri flakki milli streymisveitna, verji fólk sífellt meiri tíma í að horfa á efni frá streymisveitunum. Sú þróun gerir birtingu auglýsinga enn meira aðlaðandi fyrir forsvarsmenn streymisveitna. Hingað til hafa streymisveitur verið að mestu reknar með tapi og greinendur Warner Bros. Discovery búast við því að þessi taprekstur muni ná hámarki á þessu ári. Þeirra veitur verði reknar með hagnaði árið 2024. Svipaða sögu er að segja af áætlunum varðandi Disney+. Sú streymisveita á að skila hagnaði fyrir september 2024. Frá því Disney+ var opnuð árið 2019 hefur streymisveitan verið rekin með rúmlega sjö milljarða dala tapi. Lauslega reiknað samsvarar það tæplega billjón króna. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Disney+ hefði verið rekin með milljarða dala hagnaði. Þar átti að standa tapi og hefur fréttinni verið breytt.
Bíó og sjónvarp Disney Netflix Amazon Tengdar fréttir Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair. 11. ágúst 2022 16:02 Ísflix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 9. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair. 11. ágúst 2022 16:02
Ísflix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 9. ágúst 2022 07:01