„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17