Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:16 Arnar leyfði sér að fagna markinu sem tryggði Víkingum framlengingu. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki