Gabriella Lindsay Coleman kom HK yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks í Kórnum í kvöld. Staðan 1-0 í hálfleik en hún var orðin 2-0 snemma í síðari hálfleik. Emma Sól Aradóttir með markið.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Hauka á 64. mínútu en Isabella Eva Aradóttir gulltryggði sigurinn á 73. mínútu áður en Coleman bætti við öðru marki sínu og fjórða marki HK, lokatölur 4-1.
Í Grindavík var Fjölnir í heimsókn og var það Tinna Hrönn Einarsdóttir sem sá til þess að Grindavík vann 2-0 sigur. Mörkin skoraði hún á 25. og 86. mínútu leiksins.
HK er í 2. sæti með 32 stig eftir 14 leiki. FH er á toppnum með 33 stig og Tindastóll er í 3. sæti með 24 en bæði lið hafa leikið einum leik minna en HK.
Grindavík er í 6. sæti með 14 stig á meðan Fjölnir og HK sitja í fallsætunum með aðeins fjögur stig og stefnir í að þau spili í 2. deild á næstu leiktíð.