Semjið við hjúkrunarfræðinga Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun