Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að maðurinn hafi látist af áverkum sínum á Sjúkrahúsi Akureyrar síðdegis í dag.
Málið er nú í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi Eystra.
Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann.
Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að maðurinn hafi látist af áverkum sínum á Sjúkrahúsi Akureyrar síðdegis í dag.
Málið er nú í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi Eystra.
Ekið var á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Akureyri klukkan tæplega ellefu í morgun, meiðsli vegfarandans eru talin alvarleg. Slysið varð skammt frá Bifreiðastöð Oddeyrar.