Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 20:15 Málverkið Sol Poente eftir Tamara do Amaral sem fannst í lögreglurassíunni. AP Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu. Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP Brasilía Myndlist Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP
Brasilía Myndlist Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira