Hraun við það að renna út úr Meradölum Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 14:11 Aðeins er eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur HÍ Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33