Enginn Tvíhöfði í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 20:17 Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa Tvíhöfða. Vísir Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“ Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“
Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira