Í ævilangt bann eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 11:43 Toni Minichiello braut ítrekað á íþróttakonum sem hann þjálfaði. Getty/Shaun Botterill Toni Minichiello mun aldrei aftur fá að þjálfa á vegum breska frjálsíþróttasambandsins eftir að hafa verið fundinn sekur um óviðeigandi kynferðislega hegðun gagnvart íþróttafólki sem hann þjálfaði. Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju. Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju.
Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira