Sænskt C-deildarlið telur að það hafi sett nýtt heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 11:00 Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki. Instagram/@tornsif Sænska knattspyrnufélagið Torns IF, spilar í sænsku C-deildinni en heldur því engu að síður fram að það hafi sett heimsmet. Félagið er þó ekki búið að hafa samband við Guinness Book of Records. Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira