Sænskt C-deildarlið telur að það hafi sett nýtt heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 11:00 Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki. Instagram/@tornsif Sænska knattspyrnufélagið Torns IF, spilar í sænsku C-deildinni en heldur því engu að síður fram að það hafi sett heimsmet. Félagið er þó ekki búið að hafa samband við Guinness Book of Records. Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira