„Við erum öflugir í lok leikja“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Hulda Margrét „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. „Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
„Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn