„Við erum öflugir í lok leikja“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Hulda Margrét „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. „Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
„Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17