Manchester United ku hafa boðið tæplega átta milljónir punda í Arnautovic en Bologna hafnaði því tilboði í þennan 33 ára gamla leikmann sem skoraði 14 mörk í ítölsku efstu deildinni á síðustu leiktíð.
„Við viljum halda Arnautovic í okkar herbúðum þar sem hann er lykilleikmaður í okkar liði. Við erum hreykin af þvía að Manchester United hafi áhugi á Arnautovic en hann er ekki til sölu.
Við náðum í þennan frábæra leikmann frá Kína þegar allir voru búnir að gleyma honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Marco Di Vaio í samtali við Sky Italia.