Björgunarsveitir af suðvesturhorni voru kallaðar út rétt fyrir fjögur í dag vegna tveggja hópa fólks sem höfðu villst af leið við gosstöðvarnar við Meradali. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðinu en aðstæður fyrir leit á lofti voru hins vegar ekki góðar.
Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað frá því í um fimm gærmorgun vegna veðurs og vinnu við gönguleið. Þrátt fyrir það virðist fjöldi fólks ekki hafa hlýtt þeim tilmælum og ákveðið að gera sér leið að gosstöðvunum.
Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fundu björgunarsveitir hópana tvo sem leitað var að en hóparnir töldu samanlagt um tíu manns. Þrátt fyrir að búið sé að finna hópana tvo ætlar björgunarsveitarfólk að halda áfram leit sinni við gosstöðvarnar til að taka af allan grun.