Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 09:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Hann er ánægður með árangur félagsins í júlí. Stöð 2/Egill Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira