Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 14:32 Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu. Vísir/Arnar Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkföll ekki út af borðinu. Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“ Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“
Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06