Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkfall ekki út af borðinu

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að hvorki millistjórnendur né skrifstofufólk séu vandamálið á Landspítalanum heldur sé rekstrarvandinn pólitískum ákvörðunum að kenna. Hann segir fullkomlega ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. 

Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun.

Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni á Gaza en annar leiðtogi íslamistasamtakanna PIJ var drepinn í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza í nótt.

Þá fáum við að vita allt um fiðlu sem smíðuð var fyrir 300 árum og seld á dögunum fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×