Þuríður tólfta og Björgvin áttundi eftir daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 00:12 Þuríður Erla Helgadóttir er tólfta í keppni kvenna á heimsleikunum eftir daginn. vísir/anton Lokagrein dagsins í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit er að baki og íslensku keppendurnir eru í fínum málum. Greinin sneri að hæfni á hjóli. Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig. CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig.
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira