Svona er gönguleiðin að gosinu Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 11:59 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni stikuðu leiðina að gosinu í gær. Þeir vilja að fólk fari varlega á leiðinni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni kláruðu að setja upp og stika nýja leið að gosinu seint í gærkvöldi. Leiðin er tæpir sjö kílómetrar og stefnt er að því að gefa hana út fyrir gps-tæki. Leiðina má sjá á kortinu hér að neðan: Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna.Vísir/Hjalti Þorbjörn birti í gær ítarlegar leiðbeiningar til að ganga örugglega að eldgosinu. Þær eru eftirfarandi: Besta leiðin að gosinu fer eftir vindátt og veðri hverju sinni, fylgist því vel með tilmælum Lögreglu og viðbragðsaðila. Verið vel útbúin. Mikilvægt að vera vel klædd, með nesti, góða skó, höfuðljós og fullhlaðinn síma. Skiljið bílinn ykkar eftir á bílastæði en ekki í vegköntum. Það er nóg af stæðum fyrir alla. Gasmengun er á svæðinu og gæti safnast í lægðum. Nauðsynlegt er að forðast reykinn af gosinu. Gamla hraunið er ennþá heitt og stórhættulegt yfirferðar. Vinsamlegast gangið ekki á hrauninu. Gangan er að lágmarki sjö kílómetrar aðra leið og hækkun er þrjú hundruð metrar. „Það þýðir að heildar gönguferðin getur verið rúmir 14 kílómetrar um nokkuð torfært svæði og eru mjög brattar brekkur í nágrenni gígsins. Gera má ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta,“ segir í færslu Þorbjarnar. Björgunarsveitin bendir á að ganga að útsýnispalla þaðan sem gýgurinn sést vel sé aðeins styttri, rétt rúmlega fimm kílómetrar aðra leið. Þorbjörn segir að best sé að leggja bílum á bílastæðinu við gönguleið A og ganga eftir leið A alla leið upp á Fagradalsfjall. Þegar komið er upp á fjallið sé haldið eftir sléttunni til norðausturs þar til gosið sést. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni kláruðu að setja upp og stika nýja leið að gosinu seint í gærkvöldi. Leiðin er tæpir sjö kílómetrar og stefnt er að því að gefa hana út fyrir gps-tæki. Leiðina má sjá á kortinu hér að neðan: Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna.Vísir/Hjalti Þorbjörn birti í gær ítarlegar leiðbeiningar til að ganga örugglega að eldgosinu. Þær eru eftirfarandi: Besta leiðin að gosinu fer eftir vindátt og veðri hverju sinni, fylgist því vel með tilmælum Lögreglu og viðbragðsaðila. Verið vel útbúin. Mikilvægt að vera vel klædd, með nesti, góða skó, höfuðljós og fullhlaðinn síma. Skiljið bílinn ykkar eftir á bílastæði en ekki í vegköntum. Það er nóg af stæðum fyrir alla. Gasmengun er á svæðinu og gæti safnast í lægðum. Nauðsynlegt er að forðast reykinn af gosinu. Gamla hraunið er ennþá heitt og stórhættulegt yfirferðar. Vinsamlegast gangið ekki á hrauninu. Gangan er að lágmarki sjö kílómetrar aðra leið og hækkun er þrjú hundruð metrar. „Það þýðir að heildar gönguferðin getur verið rúmir 14 kílómetrar um nokkuð torfært svæði og eru mjög brattar brekkur í nágrenni gígsins. Gera má ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta,“ segir í færslu Þorbjarnar. Björgunarsveitin bendir á að ganga að útsýnispalla þaðan sem gýgurinn sést vel sé aðeins styttri, rétt rúmlega fimm kílómetrar aðra leið. Þorbjörn segir að best sé að leggja bílum á bílastæðinu við gönguleið A og ganga eftir leið A alla leið upp á Fagradalsfjall. Þegar komið er upp á fjallið sé haldið eftir sléttunni til norðausturs þar til gosið sést.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent