Ungu enn efstar en Toomey heimsmeistari er mætt: Get ekki f-g beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir er komin inn á topp tíu eftir flottan dag. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit fólkið var bæði á upp- og niðurleið í Madison í gær. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig um sjö sæti en Björgvin Karl Guðmundsson datt aftur á móti niður um sex sæti eftir keppni á öðrum degi heimsleikanna í CrossFit. Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira