Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 07:31 Helgi Guðjónsson og félagar í Víkingi halda með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku. Það er algjörlega óásættanlegt að mati pólskra fjölmiðlamanna. vísir/diego „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira