Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2022 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira