Kom inn af bekknum ári eftir að hún tilkynnti að skórnir væru farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Hólmfríður Magnúsdóttir var óvænt í liði Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir var óvænt í liði Selfyssinga í Bestu-deild kvenna í kvöld. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn ÍBV, en Hólmfríður lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári síðan. Þann 17. ágúst á síðasta ári sendi knattspyrnudeild Selfoss frá sér tilkynningu þar sem kom fram að Hólmfríður hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hólmfríður, sem nú er að verða 38 ára gömul, átti þá von á barni og ákvað því að kalla þetta gott af knattspyrnuiðkun. Það kom því líklega einhverjum á óvart þegar lesið var yfir leikskýrsluna í leik Selfoss og ÍBV þegar nafn Hólmfríðar birtist þar. Hólmfríður hóf leik á bekknum, en kom inn á þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hólmfríður tekur skóna niður af hillunni frægu. Hún hafði einnig tekið þá ákvörðun í mars á seinasta ári, en Selfyssingar sannfærðu hana um að leika eitt tímabil með liðinu. Hólmfríður er ein reyndasta knattspyrnukona Íslandssögunnar, en hún hefur leikið vel yfir 300 deildarleiki á sínum ferli. Þá á hún einnig að baki 113 leik fyrir íslenska landsliðið þar sem hún hefur skorað 37 mörk sem gerir hana að næstmarkahæsta leikmanni íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Þá má einnig bennda á þá skemmtilegu staðreynd að Selfyssingar gerðu tvöfalda skiptingu þegar Hólmfríður kom inn á, en liðið skipti Jóhönnu Elínu Halldórsdóttur einnig inn á. Hólfríður var að leika deildarleik númer 335 á ferlinum, en Jóhanna sinn fyrsta í meistaraflokki. Hólmfríður er 22 árum eldri en Jóhanna sem þýðir að Hólmfríður lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sama ár og Jóhanna kom í þennan heim. Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Þann 17. ágúst á síðasta ári sendi knattspyrnudeild Selfoss frá sér tilkynningu þar sem kom fram að Hólmfríður hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hólmfríður, sem nú er að verða 38 ára gömul, átti þá von á barni og ákvað því að kalla þetta gott af knattspyrnuiðkun. Það kom því líklega einhverjum á óvart þegar lesið var yfir leikskýrsluna í leik Selfoss og ÍBV þegar nafn Hólmfríðar birtist þar. Hólmfríður hóf leik á bekknum, en kom inn á þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hólmfríður tekur skóna niður af hillunni frægu. Hún hafði einnig tekið þá ákvörðun í mars á seinasta ári, en Selfyssingar sannfærðu hana um að leika eitt tímabil með liðinu. Hólmfríður er ein reyndasta knattspyrnukona Íslandssögunnar, en hún hefur leikið vel yfir 300 deildarleiki á sínum ferli. Þá á hún einnig að baki 113 leik fyrir íslenska landsliðið þar sem hún hefur skorað 37 mörk sem gerir hana að næstmarkahæsta leikmanni íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Þá má einnig bennda á þá skemmtilegu staðreynd að Selfyssingar gerðu tvöfalda skiptingu þegar Hólmfríður kom inn á, en liðið skipti Jóhönnu Elínu Halldórsdóttur einnig inn á. Hólfríður var að leika deildarleik númer 335 á ferlinum, en Jóhanna sinn fyrsta í meistaraflokki. Hólmfríður er 22 árum eldri en Jóhanna sem þýðir að Hólmfríður lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sama ár og Jóhanna kom í þennan heim.
Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira