Næsti Usain Bolt setti heimsmet og sýndi „hrokann“ sem Bolt var frægur fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 16:15 Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo með gullið sitt ásamt silfurstráknum Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka og bronsstráknum Benjamin Richardson frá Suður-Afríku. Getty/Pedro Vilela Letsile Tebogo er framtíðarstjarna í frjálsum íþróttum ef marka má frammistöðu hans á HM unglinga á dögunum. Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira
Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira