Styles var aðeins 16 ára þegar hann var uppgötvaður og það í raunveruleikaþættinum X-Factor í Bretlandi.
Hann sló í gegn í fyrstu áheyrnarprufunni en þá starfaði hann í bakaríi í heimabænum. Þegar leið á seríuna var Styles allt í einu kominn í strákasveitina One Direction sem varð einmitt til í þáttunum.
Þetta var árið 2010 en sveitin hafnaði í þriðja sæti í X-Factor þetta ár.
Hér að neðan má aftur á móti sjá þegar Harry Styles kom fyrst fram fyrir heimsbyggðinni í X-Factor.