Vaktin: Reykjanesið skelfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2022 10:22 Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesi. Vísir/RAX Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40