„Góð gen og fullt af peningum“ Elísabet Hanna skrifar 4. ágúst 2022 14:31 Jane Fonda vill hvetja aðra til þess að lifa lífinu sama á hvaða aldri þeir eru. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af því að hafa farið í andlitslyftingu en segir peninga og góð gen ástæðu þess að hún sé talin eldast vel í viðtali við Vogue. Hún vill hvetja alla til þess að lifa lífinu sama hversu gamlir þeir eru. Sjálf er hún tæplega áttatíu og fimm ára og í fullu fjöri. „Ég veit ekki hvort að ég myndi gera það aftur ef ég gæti breytt fortíðinni en ég gerði það. Ég viðurkenni það og segi svo: Allt í lagi þú getur orðið háð þessu, ekki halda þessu áfram,“ sagði hún um andlitslyftinguna sem hún fór í. Þarf ekki að hætta að hafa gaman „Ég er næstum því 85 ára gömul en ég virðist ekki svo gömul. Það að fá ungt fólk til þess að hætta að óttast það að eldast, að hjálpa fólki að átta sig á því að þó að þú náir ákveðnum aldri þýði það ekki að þú þurfir að gefast upp á lífinu. Þurfir ekki að hætta að hafa gaman, að hætta að eiga kærasta eða kærustur, eignast nýja vini eða hvað sem þú vilt gera,“ sagði hún. Peningar hjálpa Sjálf segist hún ekki hika við að segja aldurinn sinn þegar hún sé spurð. Hún segist þó segja við sjálfa sig: „Já Fonda, þú átt pening. Þú átt efni á þjálfara. Þú hefur efni á lýtaaðgerðum. Þú hefur efni á andlitsmeðferðum. Þú hefur efni á hlutum sem hjálpa þér að halda áfram að líta unglega út. Það er satt. Peningar hjálpa. Góð gen og fullt af peningum líkt og einhver sagði,“ sagði hún. Sjálf hefur hún sagt þá blöndu vera lykilinn á bak við útlitið sitt í fyrri viðtölum og bætti við: „En þegar ég er að tala um þetta, hugsa ég að við þekkjum öll konur sem eru efnaðar sem hafa farið í allskonar andlitslyftingar og því um líkt og þær líta hræðilega út. Ég fór í andlitslyftingu og ég hætti því ég vil ekki brengla andlitið. Ég er ekki stolt af því að hafa farið í slíka.“ Hlátur er líka góður Hún segist þó ekki eyða miklum pening í andlitsmeðferðir en deilir einu leynivopni með lesendum: „Ég fer ekki í mikið af andlitsmeðferðum, ég eyði ekki miklum pening í andlitskrem eða neitt slíkt en ég held raka í húðinni, ég sef, ég hreyfi mig, ég held mig úr sólinni og ég á góða vini sem fá mig til að hlæja. Hlátur er líka góður.“ Stöllurnar Candice Bergen, Jane Fonda, Diane Keaton og Mary Steenburgen sáust í Róm við tökur á Book Club 2 í sumar.Getty/MEGA Við tökur á nýrri mynd Nýlega hefur Jane verið að leika í framhaldsmyndinni Book Club 2: The Next Chapter sem er í tökum. Nýlega kom út sjöunda og síðasta serían af Grace and Frankie á Netflix sem fóru upphaflega í loftið árið 2015. Eflaust er mikið hlegið við tökur á þessari skemmtilegu mynd en hér að neðan má sjá stiklu úr fyrri myndinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LDxgPIsv6sY">watch on YouTube</a> Hollywood Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir „Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30 Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda verðlaunuð fyrir ævistarfið Hátíðleg athöfn í Hollywood. 7. júní 2014 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að ég myndi gera það aftur ef ég gæti breytt fortíðinni en ég gerði það. Ég viðurkenni það og segi svo: Allt í lagi þú getur orðið háð þessu, ekki halda þessu áfram,“ sagði hún um andlitslyftinguna sem hún fór í. Þarf ekki að hætta að hafa gaman „Ég er næstum því 85 ára gömul en ég virðist ekki svo gömul. Það að fá ungt fólk til þess að hætta að óttast það að eldast, að hjálpa fólki að átta sig á því að þó að þú náir ákveðnum aldri þýði það ekki að þú þurfir að gefast upp á lífinu. Þurfir ekki að hætta að hafa gaman, að hætta að eiga kærasta eða kærustur, eignast nýja vini eða hvað sem þú vilt gera,“ sagði hún. Peningar hjálpa Sjálf segist hún ekki hika við að segja aldurinn sinn þegar hún sé spurð. Hún segist þó segja við sjálfa sig: „Já Fonda, þú átt pening. Þú átt efni á þjálfara. Þú hefur efni á lýtaaðgerðum. Þú hefur efni á andlitsmeðferðum. Þú hefur efni á hlutum sem hjálpa þér að halda áfram að líta unglega út. Það er satt. Peningar hjálpa. Góð gen og fullt af peningum líkt og einhver sagði,“ sagði hún. Sjálf hefur hún sagt þá blöndu vera lykilinn á bak við útlitið sitt í fyrri viðtölum og bætti við: „En þegar ég er að tala um þetta, hugsa ég að við þekkjum öll konur sem eru efnaðar sem hafa farið í allskonar andlitslyftingar og því um líkt og þær líta hræðilega út. Ég fór í andlitslyftingu og ég hætti því ég vil ekki brengla andlitið. Ég er ekki stolt af því að hafa farið í slíka.“ Hlátur er líka góður Hún segist þó ekki eyða miklum pening í andlitsmeðferðir en deilir einu leynivopni með lesendum: „Ég fer ekki í mikið af andlitsmeðferðum, ég eyði ekki miklum pening í andlitskrem eða neitt slíkt en ég held raka í húðinni, ég sef, ég hreyfi mig, ég held mig úr sólinni og ég á góða vini sem fá mig til að hlæja. Hlátur er líka góður.“ Stöllurnar Candice Bergen, Jane Fonda, Diane Keaton og Mary Steenburgen sáust í Róm við tökur á Book Club 2 í sumar.Getty/MEGA Við tökur á nýrri mynd Nýlega hefur Jane verið að leika í framhaldsmyndinni Book Club 2: The Next Chapter sem er í tökum. Nýlega kom út sjöunda og síðasta serían af Grace and Frankie á Netflix sem fóru upphaflega í loftið árið 2015. Eflaust er mikið hlegið við tökur á þessari skemmtilegu mynd en hér að neðan má sjá stiklu úr fyrri myndinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LDxgPIsv6sY">watch on YouTube</a>
Hollywood Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir „Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30 Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda verðlaunuð fyrir ævistarfið Hátíðleg athöfn í Hollywood. 7. júní 2014 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30
Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22