Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 09:16 Til stóð að Leslie Grace myndi leika Leðurblökustúlkuna. Twitter/Leslie Grace Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni. Hollywood Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni.
Hollywood Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira