„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2022 07:00 Edward áttaði sig strax á að um jarðskjálfta væri að ræða, og ætlaði einfaldlega að forða sér út af hótelbarnum. Vísir/Arnar Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. Á mánudagskvöld urðu nokkrir stórir skjálftar við Krýsuvík, og fundust vel á höfuðborgarsvæðinu. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í miðbæ Reykjavíkur höfðu sumir aldrei upplifað jarðskjálfta. „Við vorum í íbúðinni okkar og hún hristist. Við höfum aldrei fundið slíkt áður,“ sagði hinn svissneski Thomas, og virtist hinn kátasti með að hafa fengið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta sinn. „Ég var að reyna að sofa og ég fann bústaðinn hristast. Ég sagði vinum mínum frá því sem voru úti að ganga. Þetta var víst jarðskjálftinn,“ sagði Mathieu, frá Belgíu. Svo þú áttaðir þig ekki á því þá að þetta væri jarðskjálfti? „Nei.“ Var farinn að leita að dyrunum „Manni brá dálítið en þetta var fljótt afstaðið,“ segir hin þýska Silke. „Já, þetta stóð yfir í tvær eða þrjár sekúndur,“ bætti Bert, samferðamaður hennar, við. „Ég var á barnum á Edition-hótelinu og allt í einu byrjaði allt að hristast og titra. Húsið skalf. Ég áttaði mig strax á því hvað þetta væri,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Edward. Þú áttaðir þig á þessu strax svo þú varst ekki hræddur? „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum þegar hann hætti. Allir sögðu að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur, hótelið væri nýtt og væri byggt fyrir jarðskjálfta.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Á mánudagskvöld urðu nokkrir stórir skjálftar við Krýsuvík, og fundust vel á höfuðborgarsvæðinu. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í miðbæ Reykjavíkur höfðu sumir aldrei upplifað jarðskjálfta. „Við vorum í íbúðinni okkar og hún hristist. Við höfum aldrei fundið slíkt áður,“ sagði hinn svissneski Thomas, og virtist hinn kátasti með að hafa fengið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta sinn. „Ég var að reyna að sofa og ég fann bústaðinn hristast. Ég sagði vinum mínum frá því sem voru úti að ganga. Þetta var víst jarðskjálftinn,“ sagði Mathieu, frá Belgíu. Svo þú áttaðir þig ekki á því þá að þetta væri jarðskjálfti? „Nei.“ Var farinn að leita að dyrunum „Manni brá dálítið en þetta var fljótt afstaðið,“ segir hin þýska Silke. „Já, þetta stóð yfir í tvær eða þrjár sekúndur,“ bætti Bert, samferðamaður hennar, við. „Ég var á barnum á Edition-hótelinu og allt í einu byrjaði allt að hristast og titra. Húsið skalf. Ég áttaði mig strax á því hvað þetta væri,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Edward. Þú áttaðir þig á þessu strax svo þú varst ekki hræddur? „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum þegar hann hætti. Allir sögðu að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur, hótelið væri nýtt og væri byggt fyrir jarðskjálfta.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40
Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23