Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Ekkert lát er á skjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga um helgina og Grímsvötn hafa nú verið færð á gulan litakóða eftir snarpan skjálfta í dag. Gervitunglamynd sýnir kvikuinnskot og aflögun á Reykjanesi og ummerki hrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við í Krýsuvík, förum yfir stöðuna í beinni útsendingu með jarðeðlisfræðingi og ræðum við ferðamenn sem eru að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti.

Tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og annað á Suðurlandi. Lögregla segir helgina þó hafa verið með rólegra móti og líkamsárásir voru færri en í fyrra.

Hinsegin dagar voru settir í dag. Við lítum á regnbogalitað Bankastræti og verðum í beinni frá setningarhátíð - auk þess sem við förum á Akureyri og hittum samviskusaman kött sem mætir daglega til vinnu í Icewear.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×