Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 15:28 Prófessor í eldfjallafræði telur skjálftahrinuna enn frekari staðfestingu á því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi. vísir/Egill Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira