Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 13:16 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að fara þurfi betur yfir skráningu mála eftir helgina. Vísir/Einar Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent