„Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2022 12:09 Náttúruvársérfræðingar á Veðurstofunni bíða eftir gögnum um aflögun, sem varpað gætu betra ljósi á aðstæður. Vísir/Egill Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08
Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56