Um kvöldmatarleytið í gær, tíu mínútur fyrir sex, reið yfir stærsti skjálfti hrinunnar til þessa en hann var 5,4 að stærð og fannst víða um land.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar og segja sérfræðingar að kvikuhlaup sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið og valdi þannig skjálftunum. Bæjaryfirvöld í Grindavík segjast tilbúin með viðeigandi viðbragðsáætlanir fari að gjósa.