Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 18:31 Tveir stórir skjálftar riðu yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir klukkan sex í kvöld, annar þeirra mældist 4,7 og er því stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu til þessa. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22