Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2022 13:00 Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun