Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 09:21 Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu. Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu.
Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira